13.1.2009 | 21:43
Annað minningarmótið um Jón Þorsteinsson
Minningarmót um Jón Þorsteinsson skákmeistara, lögfræðing og alþingismann fer fram 21. og 22. febrúar nk. í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Jón, sem lést árið 1994, hefði orðið 85 ára 21. febrúar nk. ef hann hefði lifað. Afar góð verðlaun eru í boði en heildarverðlaun nema um 600.000 krónum. Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir standa fyrir mótinu í samvinnu við syni Jóns.
Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar taki þátt í mótinu. Ekki verður teflt frá upphafsstöðu heldur mun sérstök mótsnefnd velja 9 upphafsstöður sem tefldar verða í hverri umferð og verður upphafsstaðan kynnt í upphafi hverrar umferðar. Þetta er sama fyrirkomulag og var í fyrsta minningarmótinu um Jón Þorsteinsson. Alls verða tefldar 9 umferðir, fimmtán mínútur á hvern keppanda, og verða tvær skákir tefldar í hverri umferð svo allir fá hvítt og svart með hverja upphafsstöðu. Stöðurnar verða valdar með það í huga að teóríuhestarnir" hafi ekki of mikið forskot á aðra og jafnframt reyni á hæfileika manna til að tefla mjög ólíkar stöður.
Taflið hefst á laugardeginum kl. 14 og verða þá tefldar 4 umferðir. Taflið á sunnudeginum hefst kl. 13 og verða þá tefldar 5 síðustu umferðirnar.
Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir fullorðna en kr. 500 fyrir 15 ára og yngri. Skráningarform má finna efst á síðunni. Lista yfir skráða keppendur má finna hér.
Æviágrip á Jóns má finna á heimasíðu Alþingis
Verðlaun:
Almenn verðlaun (allir):
1. 150.000
2. 100.000
3. 75.000
4. 50.000
5. 25.000
Margvísleg aukaverðlaun er í boði:
Skákstig 1901-2200:
1. 22.000
2. 20.000
Skákstig 1601-1900:
1. 19.000
2. 17.000
1600 skákstig og minna:
1. 16.000
2. 14.000
50 ára og eldri:
1. 20.000
2. 15.000
16 ára og yngri (fædd 1993 og síðar):
1. 15.000
2. 10.000
Aukaverðlaun fyrir flesta 2-0 sigra:
1. 30.000
Öll verðlaun skiptast séu 2 eða fleiri jafnir.
Íþróttir | Breytt 15.1.2009 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 21:41
The 2nd Jón Þorsteinsson Memorial Tournament
The 2nd Jón Þorsteinsson Memorial Chess Tournament will be held in Reykjavík, Iceland on the weekend of 21st and the 22nd of February, 2009, in honour of his 85th birthday. Jón Þorsteinsson was a Member of Parliament, a lawyer and a widely respected chess player in Iceland. The weekend tournament features prizes totalling ISK600,000 (US$5000).
The Memorial Tournament is organized by The Reykjavík Chess Club (Taflfélag Reykjavíkur) and Hellir Chess Club (Taflfélagið Hellir), together with Jón Þorsteinsson's family.
The tournament is expected to attract Iceland's strongest players as well as several international players, like it did in 2004 when it was first held.
The format of the tournament is highly innovative. The participants will begin each game from a position, which occurred in actual play and selected by a special tournament committee, and provided at the beginning of each round.
There will be nine (9) rounds, Swiss System, in the tournament, each comprising two 15-minute games where participants play each position with both white and black.
The positions will be selected to test the versatility and positional skills of the players rather than their knowledge of opening theory.
Icelandic players will be ranked according to Icelandic ELO ranking, but international players according to international ELO ranking or their local ranking, if not ranked internationally.
The tournament will be held at Menntaskólinn við Hamrahlíð. The first four rounds will be played on Saturday 21st, beginning at 2:00 PM. The final five rounds will be played on Sunday the 22nd, beginning at 1:00 PM. Entrance fees are ISK1,000 (ISK500 for children 15 & under). Registration details are above.
Prizes
Prizes (in ISK). Currency converter can be found here.
Top Five (All Players):1. 150.000
2. 100.000
3. 75.000
4. 50.000
5. 25.000
ELO Rank 1901-2200:
1. 22.000
2. 20.000
ELO Rank 1601-1900:
1. 19.000
2. 17.000
ELO Rank 1600 & Under:
1. 16.000
2. 14.000
50 Years & Over:
1. 20.000
2. 15.000
16 Years & Under (Born 1993 or later):
1. 15.000
2. 10.000
Special Prize for Most 2-0 Wins:
1. 30.000
Prizes will be prorated for two or more qualifying players.
Íþróttir | Breytt 15.1.2009 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Minningarmót um Jón Þorsteinsson/Jon Thorsteinsson Memorial
Færsluflokkar
Nota bene
Minningarmót um Jón Þorsteinsson / Jón Þorsteinsson Memorial
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar