13.1.2009 | 21:43
Annað minningarmótið um Jón Þorsteinsson
Minningarmót um Jón Þorsteinsson skákmeistara, lögfræðing og alþingismann fer fram 21. og 22. febrúar nk. í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Jón, sem lést árið 1994, hefði orðið 85 ára 21. febrúar nk. ef hann hefði lifað. Afar góð verðlaun eru í boði en heildarverðlaun nema um 600.000 krónum. Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir standa fyrir mótinu í samvinnu við syni Jóns.
Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar taki þátt í mótinu. Ekki verður teflt frá upphafsstöðu heldur mun sérstök mótsnefnd velja 9 upphafsstöður sem tefldar verða í hverri umferð og verður upphafsstaðan kynnt í upphafi hverrar umferðar. Þetta er sama fyrirkomulag og var í fyrsta minningarmótinu um Jón Þorsteinsson. Alls verða tefldar 9 umferðir, fimmtán mínútur á hvern keppanda, og verða tvær skákir tefldar í hverri umferð svo allir fá hvítt og svart með hverja upphafsstöðu. Stöðurnar verða valdar með það í huga að teóríuhestarnir" hafi ekki of mikið forskot á aðra og jafnframt reyni á hæfileika manna til að tefla mjög ólíkar stöður.
Taflið hefst á laugardeginum kl. 14 og verða þá tefldar 4 umferðir. Taflið á sunnudeginum hefst kl. 13 og verða þá tefldar 5 síðustu umferðirnar.
Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir fullorðna en kr. 500 fyrir 15 ára og yngri. Skráningarform má finna efst á síðunni. Lista yfir skráða keppendur má finna hér.
Æviágrip á Jóns má finna á heimasíðu Alþingis
Verðlaun:
Almenn verðlaun (allir):
1. 150.000
2. 100.000
3. 75.000
4. 50.000
5. 25.000
Margvísleg aukaverðlaun er í boði:
Skákstig 1901-2200:
1. 22.000
2. 20.000
Skákstig 1601-1900:
1. 19.000
2. 17.000
1600 skákstig og minna:
1. 16.000
2. 14.000
50 ára og eldri:
1. 20.000
2. 15.000
16 ára og yngri (fædd 1993 og síðar):
1. 15.000
2. 10.000
Aukaverðlaun fyrir flesta 2-0 sigra:
1. 30.000
Öll verðlaun skiptast séu 2 eða fleiri jafnir.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Spil og leikir | Breytt 15.1.2009 kl. 00:29 | Facebook
Um bloggið
Minningarmót um Jón Þorsteinsson/Jon Thorsteinsson Memorial
Færsluflokkar
Nota bene
Minningarmót um Jón Þorsteinsson / Jón Þorsteinsson Memorial
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.